Home

Iceland Learning Institutes

Latest Updates

Bókasafn Kópavogs óskar gestum sínum gleðilegra jóla. Við stöndum vaktina í dag, Þorláksmessu, til kl. 17 og opnum svo aftur miðvikudaginn 27. desember kl. 9 :)

Það þarf að einbeita sér við að skreyta jólatréð, og hinir fylgjast agndofa með.

Rétt í þessu eru að hefjast samræður um framtíð Erasmus+. Fylgist með hér í beinni útsendingu!

Íslenskunámskeið sem hefjast í janúar, 2018 - Icelandic Courses starting January 2018 - www.multimal.org

Þó þeir treysti sér ekki til að opna í Bláfjöllum um helgina þá var opið í dag í skíðalyftunum í Grafarvogi og í Breiðholti. Við ætlum að vera í Breiðholtinu á morgun, og eigum eitthvað laust í byrjendakennslu. Sendið skilaboð á Facebook ef þið viljið bóka kennslu.

@NTV skólinn 2017-10-18

Námskeið í AutoCAD Civil 3D dagana 23.- 27. okt. í samvinnu við Snertil. Sérsniðið fyrir vega-, lagna-, skipulags og landhönnuði. Kennt er á AutoCAD Civil 3D hugbúnaðinn fyrir hönnun og gerð 3D mannvirkjalíkans, skipulags, landupplýsinga og töflugerða því tengdu. Meðfram því verður stuðst við Reforma (íslensk aðlögun) og hvernig tenging (verkflæði) við önnur BIM forrit og þjónustur á sér stað. Nánari upplýsingar í síma 544-4500 eða með því að senda póst á [email protected]

Uppfinningaskóli INNOENT Sumarnámskeið fyrir skapandi snillinga 2017! Skráning fer fram á www.innoent.is http://innoent.is/namskeid/skraning/ Hver vika er byggð upp á sömu grundvallar nálgun en með mismunandi þema: Vika 1 – 12.–16. júní – Hugvit og uppfinningar Vika 2 – 19.–23. júní – Nýsköpun Vika 3 – 26.–30. júní – Frumkvöðlar í verki Vika 4 – 3.–7. júlí – Vísindavika Vika 5 – 10.–14. júlí – Forritun Vika 6 – 17.–21. júlí – Hugvit og uppfinningar Vika 7 – 24.–28. júlí – Nýsköpun Vika 8 – 31.–4. ágúst – Frumkvöðlar í verki Uppfinningaskóli INNOENT býður upp á vinsælu sumarnámskeiðin sín fyrir skapandi krakka og flinka fiktara, stelpur og stráka, eitthvað fyrir alla, krakka með hár...! Allir eru skapandi á sinn hátt. Námskeiðin stuðla að eflingu nemenda, að hlusta á og nýta eigið hugvit og fylgja eigin hjarta. Stuðst er við hugmyndir eflandi kennslufræði og valdeflingu nemenda með aðaláherslu á nýsköpunar- og frumkvöðlafræði, listir og hönnun. Uppfinningaskólinn byggir á grunnþáttum Aðalnámsskrár Grunnskóla; Sköpun, Sjálfbærni og Heilbrigði og vellíðan. Sköpunargleðin er systir leik- og lífsgleðinnar og því er námskeiðið góð blanda af leik og starfi, bæði inni og úti.

Nemendafélag Stýrimannaskólans óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með sjómannadaginn.